raftónar

Kid Sune - 6 Tales. Cover and Artwork by Isaac Contreras
08.06.2017

RT013: Kid Sune – 6 Tales

Þann 6. júní síðastliðinn kom út frumraun Kid Sune og er um að ræða sumarútgáfu Raftóna. Útgáfan 6 Tales með Kid Sune (Fannar Ásgrímsson) er sálarfull danstónlist, þar sem frágangur og hljóðvinnsla er algjörlega til fyrirmyndar. Fannar Ásgrímsson er þekkt stærð í íslenska raftónlistarheiminum, sér í lagi fyrir hlutaðild hans í raftónlistarbandinu Asonat og raftvíeykinu Plastik Joy. Asonat gaf t.a.m. […]

Read More →

Buspin Jieber - Thinking of You
30.05.2016

RT011: Buspin Jieber – Thinking of You

-english version below- Þann 26. maí kom út þriðja stuttskífa hljóðgervlapopparans Buspin Jieber hjá Raftónum og er um að ræða hágæða raftónlist með endurliti til fortíðarinnar. Guðmundur Ingi Guðmundsson er maðurinn á bakvið nafnið og hefur verið viðriðinn tónlistarútgáfu í þónokkur ár – t.a.m. sem Murya, en undir því dulnefni hefur hann endað á Essential Mix á BBC 1 og gefið út […]

Read More →

RT010: Forvitinn - Twin Pines
06.04.2016

RT010: Forvitinn – Twin Pines

Stuttskífan Twin Pines er frumraun listamannsins Forvitinn á útgáfufyrirtækinu Raftónar. Hann býður okkur upp á hágæða ljóðræna raftónlist – frá tregafullri sögu af ísbirni í haldi í laginu Mad Polar Bear, frá hinu taktfasta Third, hinu uppörvandi indíbræðing You Fought Soldier og til sveimkenndrar nýklassíkar í Even. Íslenska húsundrið Terrordisco kemur einnig við sögu með endurhljóðblöndun á laginu Third. Þegar […]

Read More →

Muted World. umslag eftir Sigurð Helga Magnússon
14.01.2015

RT007: Muted – Muted World

Í dag kom út breiðskífan Muted World með taktasmiðnum Muted á stafrænu formi. Á sinni fyrstu breiðskífu bíður hann okkur upp á tólf frumsamin tónverk í stíl við það besta frá Brainfeeder útgáfunni – en um er að ræða afar áhugaverða tilraunakennda taktasmíðar. „Muted World“ er heimboð í hugarheim Muted, sem heitir réttu nafni Bjarni Rafn Kjartansson. Hann endurvinnur hljóð sem […]

Read More →

Subminimal - Sinian
16.12.2014

Subminimal – Sinian

Þann 12. desember s.l. kom út breiðskífan Sinian með íslenska raftónlistarmanninum Subminimal (Tjörvi Óskarsson) á vegum Möller Records útgáfuforlagsins. Þetta er fyrsta stóra plata listamannsins og inniheldur hún níu lög auk endurhljóðblöndunar með austfirska undrinu Muted. Subminimal er ekki alls óþekktur á íslensku ratónlistarsenunni en EP platan Microfluidics kom út á vegum Möller Records árið 2012 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Subminimal […]

Read More →

Ben Frost - V A R I A N T
12.10.2014

Ben Frost – V A R I A N T

Eftir afar vel heppnaða útgáfu Breiðskífunni A U R O R A á heimsvísu gefur Ben Frost út smáskífuna V A R I A N T þann 8. desember næstkomandi í afar takmörkuðu vínylupplagi og á netinu. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af lögum hans. Á smáskífunni finna endurhljóðblandanir eftir Evian Christ, Regis, Dutch E Germ, HTRK og Kangding Ray. Smáskífan kemur […]

Read More →

Harry Knuckles / Nicolas Kunysz
11.10.2014

Harry Knuckles / Nicolas Kunysz – Split

Á alþjóðlegum degi hljómsnældunnar, þann 27. september, deildu þeir félagar Harry Knuckles og Nicolas Kunysz sitthvorri hliðinni á nýjustu snælduútgáfu Ladyboy Records. Um er að ræða 30 mínútur af hágæða sveimkenndri óhljóðalist. Kunysz er belgískur hönnuður, sem hefur verið búsettur á Íslandi í þónokkurn tíma og víða komið við sögu – þá helst í tengslum við gjörninga sem innihalda hljóðfæri […]

Read More →

Untitled2Music - Escaping Reality
11.10.2014

Untitled2Music – Escaping Reality

Þann 10. október síðastliðinn kom út breiðskífan Escaping Reality með tæknólistamanninum Untitled2Music. Skífan kemur út á vegum íslensku útgáfunnar Rafarta Records og er fáanleg til að byrja með á bandcamp síðu hennar – en síðar meir á öllum þeim tónlistarveitum sem máli skipta. Escaping Reality er fyrsta breiðskífa hans og hefur hún að geyma sjö tæknólög, sem eiga það sameiginlega að […]

Read More →

Asonat - Connection
30.09.2014

Asonat – Connection

Connection er nafnið á nýju breiðskífu íslensku rafpoppsveitarinnar Asonat. Á nýju skífunni hefur upprunalega tvíeykið nú orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar […]

Read More →

Kid Mistik - Beverly Hills 909
25.09.2014

Kid Mistik – Beverly Hills 909

Tæknóundrið Kid Mistik (Bjarki Rúnar Sigurðssson) situr vanalega ekki á auðum höndum því fyrir skömmu kom út stuttskífan Beverly Hills 909 hjá Different is Different Records. Walsh-systkinin, Steve Sanders og dularfulli vandræðagemsinn Dylan McKay koma hér hvergi við sögu – en taktfastar trommur í boði TR-909 og margslungnir hljóðheimar fara hér með aðalhlutverkin. Á stuttskífunni er að finna tvö lög; […]

Read More →

css.php