raftónar

Ben Frost - V A R I A N T
12.10.2014

Ben Frost – V A R I A N T

Eftir afar vel heppnaða útgáfu Breiðskífunni A U R O R A á heimsvísu gefur Ben Frost út smáskífuna V A R I A N T þann 8. desember næstkomandi í afar takmörkuðu vínylupplagi og á netinu. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af lögum hans. Á smáskífunni finna endurhljóðblandanir eftir Evian Christ, Regis, Dutch E Germ, HTRK og Kangding Ray. Smáskífan kemur […]

Lesa meira →

Harry Knuckles / Nicolas Kunysz
11.10.2014

Harry Knuckles / Nicolas Kunysz – Split

Á alþjóðlegum degi hljómsnældunnar, þann 27. september, deildu þeir félagar Harry Knuckles og Nicolas Kunysz sitthvorri hliðinni á nýjustu snælduútgáfu Ladyboy Records. Um er að ræða 30 mínútur af hágæða sveimkenndri óhljóðalist. Kunysz er belgískur hönnuður, sem hefur verið búsettur á Íslandi í þónokkurn tíma og víða komið við sögu – þá helst í tengslum við gjörninga sem innihalda hljóðfæri […]

Lesa meira →

Untitled2Music - Escaping Reality
11.10.2014

Untitled2Music – Escaping Reality

Þann 10. október síðastliðinn kom út breiðskífan Escaping Reality með tæknólistamanninum Untitled2Music. Skífan kemur út á vegum íslensku útgáfunnar Rafarta Records og er fáanleg til að byrja með á bandcamp síðu hennar – en síðar meir á öllum þeim tónlistarveitum sem máli skipta. Escaping Reality er fyrsta breiðskífa hans og hefur hún að geyma sjö tæknólög, sem eiga það sameiginlega að […]

Lesa meira →

Asonat - Connection
30.09.2014

Asonat – Connection

Connection er nafnið á nýju breiðskífu íslensku rafpoppsveitarinnar Asonat. Á nýju skífunni hefur upprunalega tvíeykið nú orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar […]

Lesa meira →

Kid Mistik - Beverly Hills 909
25.09.2014

Kid Mistik – Beverly Hills 909

Tæknóundrið Kid Mistik (Bjarki Rúnar Sigurðssson) situr vanalega ekki á auðum höndum því fyrir skömmu kom út stuttskífan Beverly Hills 909 hjá Different is Different Records. Walsh-systkinin, Steve Sanders og dularfulli vandræðagemsinn Dylan McKay koma hér hvergi við sögu – en taktfastar trommur í boði TR-909 og margslungnir hljóðheimar fara hér með aðalhlutverkin. Á stuttskífunni er að finna tvö lög; […]

Lesa meira →

Risaeðlan #13: Trabant - Moment of Truth
11.09.2014

Risaeðlan #13: Trabant – Moment of Truth

Í nóvember árið 2001 kom út breiðskífan Moment of Truth með hljómsveitinni Trabant. Breiðskífa þessa var lengi í fæðingu, en orðrómur var um að meðlimir sveitarinnar, Viðar H. Gíslason og Þorvaldur Gröndal, hafi leigt sér skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbraut þann tíma sem breiðskífan var í vinnslu og að sjaldan hefur ein sveit söðlað undir sig jafnmarga stúdíótíma. Margir óttuðust ákveðið “Brian […]

Lesa meira →

Puzzle Muteson - Theatrics
01.09.2014

Puzzle Muteson – Theatrics

Stuttu eftir afar farsæla útgáfu Ben Frost plötunnar A U R O R A , kynnir Bedroom Community nú næstu útgáfu ársins; Theatrics eftir Puzzle Muteson. Breiðskífan kemur út 29. september næstkomandi og verður þá fáanleg í öllum helstu plötuverslunum. Fyrsti singúll plötunnar, River Women, var frumfluttur á hinni virtu vefsíðu The Fader og hefur ennfremur verið þó nokkuð í […]

Lesa meira →

Murya - Triplicity
27.08.2014

Murya – Triplicity

Í dag, 27. ágúst 2014,  kom út breiðskífan Triplicity með raftónlistarmanninum Murya. Útgáfan kemur út á vegum Touched og rennur allur ágóði af sölunni til krabbameinsrannsókna. Um er að ræða alls 20 lög í sveimkenndum heiladansstíl – og svipar til verka Boards of Canada og/eða Plaid. Murya heitir réttu nafni Guðmundur Ingi Guðmundsson og hefur verið viðriðinn tónlist í allnokkurn […]

Lesa meira →

Inferno 5 - Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt
22.08.2014

Inferno 5 – Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt

Breiðskífan Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt með hinu goðsagnakenndu gjörningabandi Inferno 5 hefur nú verið endurútgefin í gegnum Synthadeliu útgáfuna. Breiðskífan kom fyrst út árið 1996 og var hún sögð innihalda leiðbeiningar í andlegri tækni – í sjö skrefum. Hljómsveitina skipa: Birgir Mogensen, Guðjón Rúdólf Guðmundsson, Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Örn Ingólfsson og Jafet Melge en þeir sömdu og frömdu sérútbúinn […]

Lesa meira →

Rambelta - DEEP-5
20.08.2014

Rambelta – DEEP-5

Þann 18. ágúst síðastliðinn kom út fjögurra laga stuttskífan DEEP-5 með raftónlistarmanninum Rambelta (Ólafur Kolbeinn Guðmundsson). Um er að ræða hágæða sveimtónlist í bland við raftakta í anda Selected Ambient Works með Aphex Twin. Stuttskífan er einskonar svipmyndir úr jökulfjörðunum, en lagaheitin eru einmitt örnefni þaðan – t.a.m.  lagið Stekkeyri er örnefni í Hesteyrarfirði, en á eyrinni reistu Norðmenn hvalveiðistöð […]

Lesa meira →

css.php