Asonat – Connection

Asonat - Connection

Asonat – Connection

Connection er nafnið á nýju breiðskífu íslensku rafpoppsveitarinnar Asonat. Á nýju skífunni hefur upprunalega tvíeykið nú orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar sem gerir hana svo sérstaka og áhugaverða.

Þema skífunnar er tenging milli einstaklinga – eða réttara sagt skortur á tengingu. Lögin hafa að geyma texta um glötuð tækifæri og glataðar tengingar milli ástvina.

Fyrsta opinbera tónlistarmyndband sveitarinnar var frumsýnt fyrir skömmu á vefsíðu Icelandic Music Export. Gerð þess var í höndum hinna hæfileikaríku vídeólistamanna Sebastián Infante og Maga Kwasniewska frá TugaMOVIL og útkoman var stórglæsilegt myndband við lagið „Before It Was“.

Breiðskífan Connection, sem hefur að geyma tíu frumsamin lög með sveitinni, er hárfín og hlýleg blanda af raftónlist og popptónlist.

Hægt er að fjárfesta í gripnum í 12 tónum eða í gegnum vefsíðu bandaríska útgáfufyrirtækisins n5MD


css.php