Ben Frost – V A R I A N T

Ben Frost - V A R I A N T

Ben Frost – V A R I A N T

Eftir afar vel heppnaða útgáfu Breiðskífunni A U R O R A á heimsvísu gefur Ben Frost út smáskífuna V A R I A N T þann 8. desember næstkomandi í afar takmörkuðu vínylupplagi og á netinu. Hún inniheldur endurhljóðblandanir af lögum hans. Á smáskífunni finna endurhljóðblandanir eftir Evian Christ, Regis, Dutch E Germ, HTRK og Kangding Ray. Smáskífan kemur út á vegum Mute útgáfunnar sem og Bedroom Community.

A U R O R A hefur hlotið mikið lof í fjölmiðlum og hefur meðal annars verið nefnd í hópi bestu platna ársins af miðlum á borð við Rolling Stone, New Yorker, Stereogum og Drowned in Sound. Clash telur hana vera vera sú besta úr fórum hans til þessa og Resident Advisor telur breiðskífuna vera sú kraftmesta og myrkasta til þessa.

Ben Frost er fæddur og uppalinn í Ástralíu en hefur búið hér og starfað um árabil. Hann stofnaði Bedroom Community plötufyrirtækið með Valgeiri Sigurðssyni og Nico Muhly og hefur gefið út þrjár plötur þar sem allar hafa fengið glimrandi dóma. Árið 2010 var hann valinn af Brian Eno til árs samstarfs sem part af Protegé prógrammi Rolex. Ben vinnur reglulega með skapandi tónlistarmönnum og meðal nýlegra samstarfa má nefna Tim Hecker, Swans og Colin Stetson. Einnig hefur hann tekið að sér að semja tónlist fyrir sviðslistamenn á borð við Wayne McGregor, Akram Khan og Falk Richter, ásamt því að semja tónlist fyrir kvikmyndir líkt og Sleeping Beauty og Djúpið. Nýlega vann hann með listamanninum Richard Mosse að verkinu ‘The Enclave’ sem sýnt var á Feneyjartvíæringnum árið 2013. Það ár markaði jafnframt frumraun Ben í óperuheiminum, en hann samdi og leikstýrði sinni fyrstu óperu – The Wasp Factory – sem er byggð á samnefndri skáldsögu Iain Banks. Ben Frost gaf út plötuna A U R O R A í maí 2014 og hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda sem kalla hana hans besta verk til þessa.

Hlekkir
Heimasíða Bedroom Community
Bedroom Community á hvarmskinnu
Ben Frost á hvarmskinnu

 

 


css.php