Harry Knuckles / Nicolas Kunysz – Split

Harry Knuckles / Nicolas Kunysz

Harry Knuckles / Nicolas Kunysz

Á alþjóðlegum degi hljómsnældunnar, þann 27. september, deildu þeir félagar Harry Knuckles og Nicolas Kunysz sitthvorri hliðinni á nýjustu snælduútgáfu Ladyboy Records. Um er að ræða 30 mínútur af hágæða sveimkenndri óhljóðalist.

Kunysz er belgískur hönnuður, sem hefur verið búsettur á Íslandi í þónokkurn tíma og víða komið við sögu – þá helst í tengslum við gjörninga sem innihalda hljóðfæri úr ýmsum áhugaverður hlutum, t.a.m. beinum og skeljum. Harry Knuckles er galdramaðurinn Frímann Ísleifur Frímannsson og er hann, ásamt Kunysz, eigandi útgáfunnar. Frímann hefur einnig staðið í útgáfu á listatímaritinu Skeleton Horse.

Einungis eru 50 númeraðar hljóðsnældur í boði, þannig að um að gera að hafa hraðar hendur.

Hlekkir
Split á bandcamp


css.php