Kid Mistik – Beverly Hills 909

Kid Mistik - Beverly Hills 909

Kid Mistik – Beverly Hills 909

Tæknóundrið Kid Mistik (Bjarki Rúnar Sigurðssson) situr vanalega ekki á auðum höndum því fyrir skömmu kom út stuttskífan Beverly Hills 909 hjá Different is Different Records. Walsh-systkinin, Steve Sanders og dularfulli vandræðagemsinn Dylan McKay koma hér hvergi við sögu – en taktfastar trommur í boði TR-909 og margslungnir hljóðheimar fara hér með aðalhlutverkin. Á stuttskífunni er að finna tvö lög; annars vegar Beverly Hills 909 og hins vegar 19-09. Það fyrrnefnda hefur nú þegar fengið að hljóma í settum hjá t.a.m. Dj Shiva. Í báðum lögunum er að ræða drungalega og naumhyggjukennda tæknótóna sem myndu sóma sig vel á myrkvuðum skemmtistöðum. Different is Different er í eigu Daniel Gavilán, sem er fæddur í Venezúela – en eyðir nú meginþorra af sínum tíma í að trylla lýðinn í Brasilíu. Meðal þeirra sem hafa verið að gefa út hjá fyrirtækinu eru t.a.m. Angel Alanis og Dave The Drummer. Hlekkir Kid Mistik á hvarmskinnu Beverly Hills 909 á Beatport


css.php