raftónar

Risaeðlan #13: Trabant - Moment of Truth
11.09.2014

Risaeðlan #13: Trabant – Moment of Truth

Í nóvember árið 2001 kom út breiðskífan Moment of Truth með hljómsveitinni Trabant. Breiðskífa þessa var lengi í fæðingu, en orðrómur var um að meðlimir sveitarinnar, Viðar H. Gíslason og Þorvaldur Gröndal, hafi leigt sér skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbraut þann tíma sem breiðskífan var í vinnslu og að sjaldan hefur ein sveit söðlað undir sig jafnmarga stúdíótíma. Margir óttuðust ákveðið “Brian […]

Read More →

Puzzle Muteson - Theatrics
01.09.2014

Puzzle Muteson – Theatrics

Stuttu eftir afar farsæla útgáfu Ben Frost plötunnar A U R O R A , kynnir Bedroom Community nú næstu útgáfu ársins; Theatrics eftir Puzzle Muteson. Breiðskífan kemur út 29. september næstkomandi og verður þá fáanleg í öllum helstu plötuverslunum. Fyrsti singúll plötunnar, River Women, var frumfluttur á hinni virtu vefsíðu The Fader og hefur ennfremur verið þó nokkuð í […]

Read More →

Murya - Triplicity
27.08.2014

Murya – Triplicity

Í dag, 27. ágúst 2014,  kom út breiðskífan Triplicity með raftónlistarmanninum Murya. Útgáfan kemur út á vegum Touched og rennur allur ágóði af sölunni til krabbameinsrannsókna. Um er að ræða alls 20 lög í sveimkenndum heiladansstíl – og svipar til verka Boards of Canada og/eða Plaid. Murya heitir réttu nafni Guðmundur Ingi Guðmundsson og hefur verið viðriðinn tónlist í allnokkurn […]

Read More →

Inferno 5 - Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt
22.08.2014

Inferno 5 – Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt

Breiðskífan Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt með hinu goðsagnakenndu gjörningabandi Inferno 5 hefur nú verið endurútgefin í gegnum Synthadeliu útgáfuna. Breiðskífan kom fyrst út árið 1996 og var hún sögð innihalda leiðbeiningar í andlegri tækni – í sjö skrefum. Hljómsveitina skipa: Birgir Mogensen, Guðjón Rúdólf Guðmundsson, Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Örn Ingólfsson og Jafet Melge en þeir sömdu og frömdu sérútbúinn […]

Read More →

Rambelta - DEEP-5
20.08.2014

Rambelta – DEEP-5

Þann 18. ágúst síðastliðinn kom út fjögurra laga stuttskífan DEEP-5 með raftónlistarmanninum Rambelta (Ólafur Kolbeinn Guðmundsson). Um er að ræða hágæða sveimtónlist í bland við raftakta í anda Selected Ambient Works með Aphex Twin. Stuttskífan er einskonar svipmyndir úr jökulfjörðunum, en lagaheitin eru einmitt örnefni þaðan – t.a.m.  lagið Stekkeyri er örnefni í Hesteyrarfirði, en á eyrinni reistu Norðmenn hvalveiðistöð […]

Read More →

Dusk - No EDM
08.08.2014

Dusk – No EDM

Tvíeykið í Dusk hefur gefið út stuttskífuna No EDM og hefur hú nú þegar fengið stórgóðar móttökur, en þegar þetta er skrifað situr lagið í níunda sæti Breaks Top 100 listans á Beatport. No EDM er fyrst og fremst klúbbalag, þar sem taktfastar trommur leika sér við vaggandi bassalínur og ógnarstórum hljóðheimum, enda er tvíeykið þekkt fyrir að kraftmikla framreiðslu. […]

Read More →

Risaeðlan #12 : Upphaf íslenskrar raftónlistar
08.08.2014

Risaeðlan #12 : Upphaf íslenskrar raftónlistar

Við hefjum sögu okkar á Skólavörðustíg, nánar tiltekið kaffihúsinu Mokka. Á einu borðinu situr einn af okkar efnilegustu tónskáldum og hlustar á útvarpið sem ómar um staðinn. Glænýtt tónverk eftir hann mun von bráðar hljóma á flestum heimilum landsins og það vottar fyrir smá spenningi hjá hinu unga listamanni. Hin fagra útvarpsrödd kynnir verkið og skömmu síðar byrja fyrstu tónarnir […]

Read More →

Futuregrapher biðlar til almennings um aðstoð við gerð Skynveru
03.08.2014

Futuregrapher þarfnast þín!

Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher er að safna fyrir framleiðslu á næstu breiðskífu sinni á Karolina Fund. Breiðskífan, sem hefur hlotið nafnið Skynvera, mun að öllum líkindum koma út á geisladiska- og vínylformi. Umslagið verður hannað af Arnóri Kára og tónjafnað af Skurken. Futuregrapher er listamannsnafn hins dýrslega Árna Grétars. Hann er einn stofnanda Möller Records, ásamt Jóhanni Ómarssyni, og hefur vakið verðskuldaða […]

Read More →

Best of Beatmakin troopa
02.08.2014

Beatmakin Troopa – Best of Beatmakin Troopa

Beatmakin Troopa fagnar tíu ára starfsafmæli þessa daganna og færir okkur því glæsilegt samansafn af því helstu sem hann hefur gert á því tímabili. Útkoman er 22 lög í hipphopp sveimbræðingi. Það er Extreme Chill samsteypan sem færir okkur gripinn og er þetta fjórða útgáfan hennar. Beatmakin Troopa (Pan Thorarensen) er annar helmingur sveimhljómsveitarinnar Stereo Hypnosis, sem og annar stjórnenda […]

Read More →

M-Band - Haust
28.07.2014

RT005: M-Band – Haust

Í dag, 28. júlí, kom út breiðskífan Haust með listamanninum M-Band á stafrænu formi og kemur hún út á vegum Raftóna. Á sinni fyrstu breiðskífu býður hann okkur upp á alls átta tónverk , þar sem hann blandar saman rafrænum og lífrænum hljóðfærum – ásamt því að fullkomna blönduna með sinni sérstæðu söngrödd. Hörður Már Bjarnason hefur heillað raftónlistaráhugamenn með sínum […]

Read More →

css.php