raftónar

Night Drive
10.06.2014

RT003: Buspin Jieber – Night Drive

Í dag, 10. júní, kom út stuttskífan Night Drive með raftónlistarmanninum Buspin Jieber. Þetta er fyrsta opinbera útgáfa listamannsins, en þó er um engan nýgræðing í raftónlistarheiminum að ræða. Guðmundur Ingi Guðmundsson, maðurinn á bakvið Buspin Jieber, hefur verið viðloðandi tónlistarútgáfu frá því árið 2009 undir dulnefninu Murya. Fyrsta útgáfa hans var árið 2009 með laginu Gray Daze, en það lag […]

Read More →

Heimsyfirráð eða dauði
08.06.2014

Risaeðlan #11: Móa og útrásin

Það er ekki á hverjum degi sem íslensk söngkona semur við alþjóðlegan útgáfurisa, en árið 1998 skrifaði Móeiður Júníusdóttir upp á samning við bandarísku útgáfuna Tommy Boy Records sem hljómaði upp á sex breiðskífur. Móa hafði verið meðlimur í hljómsveitinni Bong, sem hafði gert góðu hluti á árunum á undan. Sveitin landaði samningi við danska útgáfurisann Mega Records, sem hafði […]

Read More →

Extreme Chill hátíðin 2014
04.06.2014

Extreme Chill hátíðin 2014

Daganna 4.-6. júlí næstkomandi verður Berlín hertekin af íslenskum raftónlistarmönnum. Ástæðan er sú að Extreme Chill hátíðin verður í þetta skiptið haldin í höfuðborginni. Hljóðmúrar munu falla og stefnur munu sundrast. Þetta er í fimmta skipti sem hátíðin er haldin, en hún á rætur sínar að rekja til ársins 2008 þegar hljómsveitin Stereo Hypnosis dvaldi á Hellissandi við upptökur á […]

Read More →

Modesart - Zombient
29.05.2014

Modesart – Zombient

Í dag kom út stuttskífan Zombient með raftónlistarmanninum Modesart (Vilhjálmur Pálsson). Skífan kemur út hjá hinu alíslenskri útgáfu Möller Records og er þetta 25. útgáfa fyrirtækisins. Á skífunni er að finna fjögur frumsamin rafverk í sveimskenndum heiladansstíl, en verkin hafa verið í vinnslu í hartnær fjögur ár. Þó um sé að ræða frumraun Vilhjálms hjá Möller Records er hann enginn […]

Read More →

Tommi White, einn af stofnendum Icon Records
29.05.2014

Risaeðlan #10: Icon Records

Nú þegar íslensk hústónlist hefur tekið sér bólfestu á ný er um að gera að rifja upp sögu fyrstu hústónlistarútgáfunnar á Íslandi. Um er að ræða útgáfufyrirtækið Icon Records, sem var rekið af m.a. rekið af húsgoðsögninni Frankie Valentine. Upphaf útgáfufyrirtækisins má rekja til vandkvæða íslendings til að finna ákveðna plötubúð í miðkjarna Lúndúnaborgar. Tómas Freyr Hjaltason, betur þekktur sem […]

Read More →

Aslakur og Darri - Eat my Beat
25.05.2014

Áslakur og Darri – Eat My Beat

Þann 22. maí kom út stuttskífan Eat My Beat með húsasmiðatvíeykinu Ásláki og Darra (Áslákur Ingvarsson og Kjartan Darri Kristjánsson). Þetta er fyrsta sumarútgáfan hjá Lagaffe Tales útgáfunni og byrja þeir sumarið með krafti, þar sem stuttskífa þessi er bæði tilvalin fyrir heimahlustun sem og á dansgólfið.  Enn og aftur sýna strákarnir og sanna að hústónlistin snýst um sólina innra með […]

Read More →

Made in Iceland VII
14.05.2014

Made in Iceland VII

Um þessar mundir kemur út safnplata í seríu sem ber heitið Made in Iceland, og er hún sú sjöunda í röðinni, en safn þetta hefur verið gefið út árlega allt frá árinu 2008.  Þarna eru alla jafna á ferðinni þær sveitir sem helst eru í eldlínunni í íslensku dægurtónlistarlífi á hverjum tíma, en verkefninu er sérstaklega ætlað að auka veg […]

Read More →

Mar - Mellows
12.05.2014

Mar – Mellows

Þann 9. maí síðastliðinn kom út stuttskífan Mellows með raflistamanninum Mar. Um er að ræða áhugaverða samblöndu af popptónlist, döbbstepp og sveimtónlist – tilraunakennd, þó með sterkum nútímapoppáhrifum. Hægt er að nálgast útgáfuna á bandcamp síðu listamannsins og á Gogoyoko. Mar er Grétar Mar Sigurðsson, hönnuður, og er þetta önnur útgáfa hans. Sú fyrsta, SoundEscapes, kom út á Bandcamp síðu […]

Read More →

DMG - EP2
05.05.2014

DMG – β EP

Þann 3. maí síðastliðinn kom út stuttskífann β með raftríóinu DMG. Um er að ræða fjögur rafverk, sem hægt væri að lýsa sem tilraunakenndan rafdjass í anda Rephlex útgáfunnar. DMG er samstarfsverkefni þriggja tónlistarmanna, Dagbjarts Elís Ingvarssonar, Gunnars Jónssonar og Matt Mogue. Dagbjartur Elís er betur þekktur undir raftónlistardulnefni sínu Fu Kaisha, en fyrr á árinu gaf hann út stuttskífuna […]

Read More →

"Dragðu andann í takt við vængjaslátt mölflugu sem berst fyrir lífinu við logann frá ljósaperunni, á meðan þú glímir við flækta sængina í óravíðum andvökudraumi.”
01.05.2014

Wide Slumber – heimsfrumsýning á Listahátíð

Dagana 24. – 26. maí verður verkið Wide Slumber frumflutt í Tjarnarbíói á Listahátíð í Reykjavík. Wide Slumber er afar metnaðarfullt tónleikhúsverk úr smiðju VaVaVoom og Bedroom Community sem fléttar saman lifandi tónlist eftir Valgeir Sigurðsson við leikhúsgaldur VaVaVoom (S. Sunna Reynisdóttir og Sara Martí). Er þetta í fyrsta sinn sem hóparnir tveir vinna saman. Verkið er innblásið af verðlaunaðri […]

Read More →

css.php