Raftonar

Kid Sune - 6 Tales. Cover and Artwork by Isaac Contreras
08.06.2017

RT013: Kid Sune – 6 Tales

Þann 6. júní síðastliðinn kom út frumraun Kid Sune og er um að ræða sumarútgáfu Raftóna. Útgáfan 6 Tales með Kid Sune (Fannar Ásgrímsson) er sálarfull danstónlist, þar sem frágangur og hljóðvinnsla er algjörlega til fyrirmyndar. Fannar Ásgrímsson er þekkt stærð í íslenska raftónlistarheiminum, sér í lagi fyrir hlutaðild hans í raftónlistarbandinu Asonat og raftvíeykinu Plastik Joy. Asonat gaf t.a.m. […]

Read more →

Buspin Jieber - Thinking of You
30.05.2016

RT011: Buspin Jieber – Thinking of You

-english version below- Þann 26. maí kom út þriðja stuttskífa hljóðgervlapopparans Buspin Jieber hjá Raftónum og er um að ræða hágæða raftónlist með endurliti til fortíðarinnar. Guðmundur Ingi Guðmundsson er maðurinn á bakvið nafnið og hefur verið viðriðinn tónlistarútgáfu í þónokkur ár – t.a.m. sem Murya, en undir því dulnefni hefur hann endað á Essential Mix á BBC 1 og gefið út […]

Read more →

RT010: Forvitinn - Twin Pines
06.04.2016

RT010: Forvitinn – Twin Pines

Stuttskífan Twin Pines er frumraun listamannsins Forvitinn á útgáfufyrirtækinu Raftónar. Hann býður okkur upp á hágæða ljóðræna raftónlist – frá tregafullri sögu af ísbirni í haldi í laginu Mad Polar Bear, frá hinu taktfasta Third, hinu uppörvandi indíbræðing You Fought Soldier og til sveimkenndrar nýklassíkar í Even. Íslenska húsundrið Terrordisco kemur einnig við sögu með endurhljóðblöndun á laginu Third. Þegar […]

Read more →

Muted World. umslag eftir Sigurð Helga Magnússon
14.01.2015

RT007: Muted – Muted World

Í dag kom út breiðskífan Muted World með taktasmiðnum Muted á stafrænu formi. Á sinni fyrstu breiðskífu bíður hann okkur upp á tólf frumsamin tónverk í stíl við það besta frá Brainfeeder útgáfunni – en um er að ræða afar áhugaverða tilraunakennda taktasmíðar. „Muted World“ er heimboð í hugarheim Muted, sem heitir réttu nafni Bjarni Rafn Kjartansson. Hann endurvinnur hljóð sem […]

Read more →

M-Band - Haust
28.07.2014

RT005: M-Band – Haust

Í dag, 28. júlí, kom út breiðskífan Haust með listamanninum M-Band á stafrænu formi og kemur hún út á vegum Raftóna. Á sinni fyrstu breiðskífu býður hann okkur upp á alls átta tónverk , þar sem hann blandar saman rafrænum og lífrænum hljóðfærum – ásamt því að fullkomna blönduna með sinni sérstæðu söngrödd. Hörður Már Bjarnason hefur heillað raftónlistaráhugamenn með sínum […]

Read more →

M–Band – All Is Love
24.06.2014

RT004: M–Band – All Is Love

“M-Band doesn’t transform stone into gold, he tranforms sounds into soul drugs. […] [He] is for me one of the major element of the actual icelandic electronic scene.” – Romain Biard (myicelandicband.is)Í dag,  24. júní kom út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu […]

Read more →

Night Drive
10.06.2014

RT003: Buspin Jieber – Night Drive

Í dag, 10. júní, kom út stuttskífan Night Drive með raftónlistarmanninum Buspin Jieber. Þetta er fyrsta opinbera útgáfa listamannsins, en þó er um engan nýgræðing í raftónlistarheiminum að ræða. Guðmundur Ingi Guðmundsson, maðurinn á bakvið Buspin Jieber, hefur verið viðloðandi tónlistarútgáfu frá því árið 2009 undir dulnefninu Murya. Fyrsta útgáfa hans var árið 2009 með laginu Gray Daze, en það lag […]

Read more →

Raftonar 2013
10.12.2013

RT002: Raftónar 2013

Við gerum upp árið 2013 með því að bjóða ykkur upp á að hala niður safndisk með nokkrum af bestu raftónum ársins. Árið hefur verið viðburðarríkt og sem dæmi um það fjölluðu við um alls 14 breiðskífur, 28 stuttskífur og tvo safndiska. Safndiskurinn sem við bjóðum lesendum síðunnar til niðurhals hefur að geyma, að mati aðstandendum síðunnar, með mörg af betri […]

Read more →

css.php