RT010: Forvitinn – Twin Pines

forvitinn-twin pines cover for raftonar record copy

Stuttskífan Twin Pines er frumraun listamannsins Forvitinn á útgáfufyrirtækinu Raftónar. Hann býður okkur upp á hágæða ljóðræna raftónlist – frá tregafullri sögu af ísbirni í haldi í laginu Mad Polar Bear, frá hinu taktfasta Third, hinu uppörvandi indíbræðing You Fought Soldier og til sveimkenndrar nýklassíkar í Even. Íslenska húsundrið Terrordisco kemur einnig við sögu með endurhljóðblöndun á laginu Third. Þegar allt kemur til alls er þessi stuttskífa skínandi sýnishorn á fjölbreytnina í sköpun listamannsins – sem er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og bjóða hlustendum sínum upp á tónverk sem eru viðkvæm, þenkjandi og einlæg.

Forvitinn, sem er búsettur í Berlín, er bæði dularfullur og áhugaverður listamaður. Burtséð frá tónlistarsköpun hefur hann starfað sem listmálari og myndhöggvari – ásamt því að vinna sem vídeólistamaður. Hann hefur starfað t.a.m. með hinum virta danshöfundi Constanza Macras og Gyðu Valtýrsdóttur sellóleikara – ásamt íslenska raftónlistarmanninum Ruxpin.

Hlekkir
Twin Pines á Bandcamp
Forvitinn.com


css.php