RT011: Buspin Jieber – Thinking of You

Buspin Jieber - Thinking of You
-english version below-

Þann 26. maí kom út þriðja stuttskífa hljóðgervlapopparans Buspin Jieber hjá Raftónum og er um að ræða hágæða raftónlist með endurliti til fortíðarinnar. Guðmundur Ingi Guðmundsson er maðurinn á bakvið nafnið og hefur verið viðriðinn tónlistarútgáfu í þónokkur ár – t.a.m. sem Murya, en undir því dulnefni hefur hann endað á Essential Mix á BBC 1 og gefið út hjá veitum svo sem Ultimae Records, Touched og Möller Records.

Thinking of You er fimm laga stuttskífa og hefur að geyma sýnishorn af fyrstu breiðskífu listamannsins, en hennar er að vænta undir lok árs 2016. Eftir tvær afar velheppnaðar útgáfur á vegum Raftóna munu áhangendur hans eiga von á áframhaldandi tilraunamennsku hans með synthwave/chillwave formið.

Raftónar er alíslensk útgáfa, sem hefur verið starfandi frá árinu 2014, og hefur gefið út með M-Band, Skurken, Muted, Kid Sune og nú síðast stuttskífuna Twin Pines með Forvitinn. Thinking of You er ellefta útgáfan hjá fyrirtækinu.

Buspin Jieber is an Icelandic producer who has already established himself as one of the leading force in the local electronic music scene. For years he has been doing intrigued releases under his pseudonym Murya, where he explores the vastness of IDM. His music has captured the ears of IDM enthusiasts, especially with his recent album Triplicity on Touched Records. That release caught the attention of electronica legends Plaid and was featured on their recent BBC Radio 1‘s essential mix. Under his Buspin Jieber pseudonym he explores the fascinating decade of the 80‘s – the neon clothings, fast cars & fast women. Prepare to infiltrate the geometrically intense landscapes of the 8-bit cyberspace.

Thinking of You is a five-track EP, a teaser for the upcoming debut album – which is due late 2016. After the success of his two prior releases on Raftonar, fans of his spin on the synthwave or Kavinsky-esque chillwave phenomenon are sure to be in for a treat with his latest offering.

Raftonar is an Icelandic record label – focusing on high-quality electronic music. Thinking of You is the 11th release on the label.


 


css.php