Subminimal – Sinian

Subminimal - Sinian

Subminimal – Sinian

Þann 12. desember s.l. kom út breiðskífan Sinian með íslenska raftónlistarmanninum Subminimal (Tjörvi Óskarsson) á vegum Möller Records útgáfuforlagsins. Þetta er fyrsta stóra plata listamannsins og inniheldur hún níu lög auk endurhljóðblöndunar með austfirska undrinu Muted. Subminimal er ekki alls óþekktur á íslensku ratónlistarsenunni en EP platan Microfluidics kom út á vegum Möller Records árið 2012 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Subminimal er þekktur fyrir hárbeitta taktsmíðar og bylmingsbassa (drum & bass) og er Sinian engin undantekning þar á. Plötuna er hægt að kaupa rafrænt á vef Möller Records.

Útgáfufyrirtækið Möller Records var stofnað árið 2011. Möller Records leggur áherslu á útgáfu rafrænnar tónlistar og að ljá íslenskum raftónlistarmönnum rödd á innlendum og erlendum vettvangi og kynna íslenska raftónlist.

Hlekkir
Möller á hvarmskinnu
Möller Records
Sinian á Bandcamp


css.php