Untitled2Music – Escaping Reality

Untitled2Music - Escaping Reality

Untitled2Music – Escaping Reality

Þann 10. október síðastliðinn kom út breiðskífan Escaping Reality með tæknólistamanninum Untitled2Music. Skífan kemur út á vegum íslensku útgáfunnar Rafarta Records og er fáanleg til að byrja með á bandcamp síðu hennar – en síðar meir á öllum þeim tónlistarveitum sem máli skipta. Escaping Reality er fyrsta breiðskífa hans og hefur hún að geyma sjö tæknólög, sem eiga það sameiginlega að bjóða upp á drungalega og bjagaða hljóðheima í bland við taktfastar trommur.

Untitled2Music er Alexander Ágústsson, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur á bakvið sig þónokkuð langan feril af útgáfum – t.a.m. á útgáfum sem og Rawhard Audio, Backroom Music, AuraMirror, Labrynth og Unofficial Music.

Hlekkir
Untitled2Music á hvarmskinnu
Escaping Reality á Bandcamp 

 


css.php