Untitled2Music – Numerology

Untitled2Music - Numerology

Untitled2Music – Numerology

Þann 28. nóvember síðastliðinn kom út stuttskífan Numerology með tæknólistamanninum Untitled2Music (Alexander Ágústsson). Skífan kemur út hjá stafræna útgáfufyrirtækinu Labrynth. Um er að ræða naumhyggjutæknó í harðari kantinum, þar sem Roland trommuheilar og tvíóma hljóðbrellur ráða ríkjum. Á skífunni er að finna þrjú lög (707, 808 og 909) og er hún fáanleg á Beatport.

Untitled2Music hefur verið iðinn við kolann á árinu sem er líða, en á Beatport er að finna alls sjö útgáfur, ásamt fjölmargar safnskífur þar sem hann kemur við sögu. Hann hefur verið að gefa út t.a.m. hjá Rawhard Audio, Backroom Musik og AuraMirror.

Hlekkir
Untitled2Music á hljóðskýinu
Numerology á beatport
Untitled2Music á hvarmskinnu


css.php